top of page

Hvernig forðast ég tilfinningasvik eða önnur svik á netinu?

Forðastu að gefa upp of mikið af persónulegum upplýsingum.

thjofurinn_med_veidistong_edited.png
Gullin regla

​

Ef þú átt í samskiptum í gegnum netið við manneskju sem þú vilt kynnast betur skaltu hafa það fyrir reglu að hitta manneskjuna í eigin persónu, við öruggar aðstæður, innan mánaðar. Ef að viðmælandi þinn vill ekki hitta þig innan mánaðar eða hættir við að hitta þig á síðustu stundu, er líklegt að um svik geti verið að ræða.

 

Eitt af megin einkennum tilfinningasvika er að gerendur reyna stöðugt að fresta því að hitta þolandann. Þið gætuð haft áform um að hittast en viðkomandi segist á síðustu stundu þurfa að hætta við. Skýringarnar kunna að vera eðlilegar en gætu líka verið fjarstæðukenndar.

​

Hafðu það því sem reglu að hætta samskiptum við manneskju sem ekki er tilbúin til þess að hitta þig innan mánaðar.

Vertu  ávallt varkár við þá sem að þú hefur samband við í gegnum  internetið.

Aldrei senda peninga til einhvers sem þú þekkir ekki eða hefur ekki hitt í eigin persónu.

Ef þú telur að það sé verið að svindla á þér skaltu þú hætta að öllu samskiptum við viðkomandi.

Notaðu Google andstæða myndaleit til þess að kanna hvort myndin sem að aðilinn sé nota sé á mörgun stöðum á netinu.

Ekki halda sambandinu leyndu fyrir vinum þínum eða fjölskyldu. Heilbrigt samband þolir að líta dagsins ljós. Gott er að ræða við vin/vinkonu um sambandið ef það er komið á alvarlegt stig.

Ef þú ert með upplýsingar um email viðkomandi, prófaðu þá að leita að því á netinu. Þekkta svikara er stundum hægt að finna með þessum hætti.

Ef þú færð skilaboð eða email frá viðkomandi sem inniheldur langa ástarjátningu eða ljóð til þín, prófaðu þá að gera copy/paste og leita að textanum á netinu. Sumir svikarar nota sama textann aftur og aftur, eða texta sem einhver annar skrifaði.

thjofurinn_med_veidistong.png
bottom of page