top of page

Úrræði

Ekki bíða með að leita hjálpar!

 

Ef þú telur að brotið hafið verið á þér á netinu skaltu ekki hika við að leita aðstoðar lögreglu. 

 

Fjölmörg hjálparsamtök og þjónusta er í boði fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Athugaðu að kynferðisofbeldi þarf ekki að vera líkamlegt til þess að flokkast sem kynferðisofbeldi. Stafrænt kynferðisofbeldi er kynferðisofbeldi.

 

Ef þú hefur þá upplifun að svikari hafi platað þig og hagnýtt sér tilfinningar þínar í gróðatilgangi eða öðrum tilgangi, skaltu ekki hika við að leita þér ráðgjafar. Margir sem verða fyrir tilfiningarsvikum upplifa mikla sorg og jafnvel skömm eða niðurlægingu.

​

Ef að þetta á við um þig skalt þú ekki hika við að tala við eitthvern sem þú treystir eða leita hjálpar, jafnvel þó svo að þú hafir ekki tapað peningum eða sent viðkvæmar myndir af þér. 

​

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er listi yfir úrræði víðs vegar um landið og þá þjónustu sem þau veita. 

​

thjofurinn_med_veidistong.png

Vistaðu sönnunargögnin

ef þú getur

Ef þú hefur ennþá aðgang að samskiptum við þann sem sveik þig í gegnum netið getur þú vistað gögnin sem sönnunargögn. 

 

Í mörgum tilfellum getur verið lagalega flókið og tímafrekt fyrir lögreglu að fá aðgang að samskiptum sem þú hefur átt í gegnum t.d. samfélagsmiðla. Þú ættir hinsvegar sjálf/ur að geta nálgast þínar upplýsingar og hlaðið þeim niður á tölvuna þína og afhent lögreglu.

Hvernig fer ég að því að vista samskipti mín á samfélagsmiðli?

Þú getur tekið skjáskot af þeim samskiptum sem þú hefur aðgang að

Best er þó að nálgast niðurhal af öllum samskiptunum. Þú getur nálgast leiðbeiningar með því að smella á miðilinn sem þú þarf að nálgast gögn frá hér fyrir neðan.

Instagram.png
facebook.png
Snapchat.png
Twitter.png
bottom of page