top of page
Hefur þú verið beðin um peninga?

Ert þú í fjarsambandi með manneskju sem þú kynntist í gegnum netið en hefur aldrei hitt eða aðeins hitt í skamman tíma?

 

Hefur viðkomandi beðið þig um lítinn eða stóran greiða? Hefur viðkomandi beðið þig að lána sér peninga?

 

Því miður eru fjölmörg dæmi þess að fjársvik séu stundum í gegnum netið á þennan hátt. 

​

Nokkuð algengt er að svikarar stofni til sambands við einstaklinga í gegnum netið og byggi upp traust hjá þeim í nokkurn tíma. Fyrsta beiðnin um peningalán er jafnvel afar saklaus og trúverðug. Þér finnst þú eðlilega þekkja manneskjuna vel þar sem þið hafið verið í nánum samskiptum um nokkurt skeið. Viðkomandi segist kannski vera í tímabundinni klemmu sem sést fyrir endann á. Viðkomandi kann varla við að biðja þig en samt eruð þið farin að ræða peningalán og tilgangurinn gæti til dæmis verið einhver af eftirfarandi:

thjofurinn_med_veidistong.png

Lán til kaupa á flugmiðum til að hitta þig

Lán til þess að borga sím/netreikning, til þess að geta talað áfram við þig

Lán vegna veikinda fjölskyldumeðlims

Fjölmargar sögur fórnarlamba slíkra svika hafa samhljóm. Margir greina frá því að bón um peningalán hafi verið sakleysisleg í byrjun. Hafi lánið verið veitt fylgir í kjölfarið fljótlega önnur bón um samskonar eða stærri greiða. Áður en langt um líður stendur þolandinn frammi fyrir því að hafa látið frá sér stórar upphæðir sem fær aldrei til baka.

​

thjofurinn_med_veidistong.png
Gullin regla

EKKI LÁNA EINHVERJUM PENINGA SEM ÞÚ HEFUR ALDREI HITT Í EIGIN PERSÓNU

  • sama hversu vel þú telur þig þekkja viðkomandi

  • sama hveru brýnt erindið viðist vera

bottom of page