top of page
Hefur þú fengið bónorð í gegnum netið?

Ert þú í fjarsambandi með manneskju sem þú kynntist í gegnum netið en hefur aldrei hitt eða aðeins hitt í skamman tíma? Er sambandið komið á alvarlegt stig? 

 

Mörg dæmi eru um farsæl hjónabönd sem hófust í gegnum netmiðla.

 

Oftast erum við sjálf bestu dómararnir í okkar eigin lífi. Skoðaðu rauðu flöggin og athugaðu hvernig eiga við um þitt samband. 

​​

thjofurinn_med_veidistong.png

Rauð flögg

687474703a2f2f692e696d6775722e636f6d2f6a
687474703a2f2f692e696d6775722e636f6d2f6a
1.

HRAÐI

Sambandið þróast hratt.

2.

GLANSMYND

Viðmælandi þinn sýnir þér sýnar bestu hliðar. Þú hefur séð myndir af viðkomandi sem benda til að hann/hún sé mjög myndarleg/ur. Vera má að þú hafir rætt við viðkomandi í myndsímtali og sjáir að hann/hún lítur raunverulega svona út. Það kann að vera aldursmunur á ykkur en viðkomandi aðila virðist vera alveg sama um það. Hann/hún er yfirleitt til staðar fyrir þig, baðar þig í athygli og hrósum.

Samband ykkar virkar of gott til þess að vera satt. 

GREIÐI

Eftir stuttan tíma, t.d. nokkrar vikur eða mánuði, ert þú beðin um greiða. Greiðinn gæti verið lítið peningalán eða aðstoð við greiðslu farmiða til að hitta þig, en viðkomandi gæti líka ýjað að því að vilja eyða ævinni með þér eða borið upp bónorð til þín, án þess að hafa hitt þig.

3.

AÐSTÖÐUMUNUR

Eitthvað við aðstæður þínar er betra en aðstæðurnar sem viðkomandi er að öllum líkindum í. Ef þú ert ekki fjárhagslega vel sett/ur getur ýmislegt við aðstæður þínar verið aðdráttarafl í auga þess sem þú talar við. Á Íslandi eru mörg tækifæri fyrir fólk sem flyst hingað erlendis frá og í sumum tilvikum getur verið erfitt að fá atvinnu- og dvalarleyfi á eigin forsendum. Ef að sá/sú sem þú talar við er frá landi utan Evrópu getur verið að viðkomandi geti ekki ferðast til landsins án þess að öðlast vegabréfsáritun fyrst. Leiðir til að öðlast hana eru meðal annars:

  • að þekkja einhvern á Íslandi, t.d. elskhuga, sem er tilbúinn að ábyrgjast þig fjárhagslega á meðan dvöl þinni stendur.

  • að giftast Íslending og öðlast í framhaldi dvalarleyfi á grundvelli hjúskaparins. 

4.
bottom of page